18.11.2013 | 13:39
Alvarlegt hvað sumar lyfjaverslanir eru ófyrirleitnar.
Það er undarlegt hvað í þessu tilviki Lyfja getur níðst á fólki. Það er alveg sama hvort læknar skrifa óvart ekki réttan lyfseðil eða lyfsalar gera vitleysur í lyfja afgreiðslu, þá skulu neitendur alltaf sitja uppi með lyfin og borga stór fé fyrir. Það er alltaf sama svarið, nei því miður þetta eru vinnureglur hjá okkur, við tökum ekki til baka lyf jafnvel ekki ótt maður standi við borðið og skoði í pokann, því miður ekki hægt. Neitendur eru alveg óvarðir fyrir svona ósvífni. Ég vildi bara koma þessu svona á framæri, Hvað getur maður annað gert í svona málum? Margir einstaklingar eiga vart fyrir lyfjum!!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég fékk afgreidd röng lyf í Lyfju eitt sinn en sá það ekki fyrr en ég tók upp úr pokanum heima. Ég ætlaði að skila en fékk einmitt þetta svar að; "því miður væru það vinnureglur að taka ekki aftur lyf eftir að þau hefðu farið út úr búðinni, og raunar mættu þeir það ekki." Ég gekk ekki eftir því hver bannaði það.
Síðan hef ég alltaf kannað hvort rétt er afgreitt áður en ég fer frá borðinu. Og síðar fékk ég aftur ranga afgreiðslu að hluta til, það var hinsvegar lagað umorðalaust.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.11.2013 kl. 13:55
Já Axel, ég lenti í þessu við borðið en var búinn að borga, og þá var ekki aftur snúið! Þetta er kemur óneitanlega illa við alla, sérstaklega Lífeyrisþega og láglaunafólk.
Eyjólfur G Svavarsson, 18.11.2013 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.