16.1.2014 | 17:55
Rányrkjan í hnotskurn!
Maður nokkur átti inni hjá Lífeyrissjóðnum sínum sem hann fékk útborgaðar í eingreiðslu. Núna ári seinna fékk hann reinkning frá Tryggingarstofnun um að hann skuldaði þeim þessa upphæð sem var um 600.000.og hann ætti að borga hana til baka á þessu ári. Maðurinn vissi ekki um að hann ætti rétt í sjóðnum og hafði eingar aðrar bætur en frá tryggingastofnun, en honum var bent á það af kunningja sínum að athuga hvort hann ætti ekki einhvern rétt þar, jú það kom í ljós að hann átti inni bætur frá því að hann fór á lífeyrisgreiðslur, sem hljóðuðu upp á 600.000. Ekki var hann látinn vita um þennan rétt sinn frá sjóðnum. En svona er þetta það er ekkert verið að hafa fyrir því að kinna mönnum rétt sinn, en er passað vel uppá að rukka þetta fólk, enda hefur það ekki möguleika á að verja sig og það vita þeir braskararnir sem eingin ber virðingu fyrir. Vonandi kemur þetta ekki fyrir hjá þeim enda lítil hætta á því. En ég segi bara við þá Gleðilegt nýtt ár,og lýði ykkur vel!!!!!

Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.